Æfingaferð ungmenna hjá Golfklúbbnum Keili til Costa Ballena var farin dagana 24. mars til 1. apríl og heppnaðist í alla staði mjög vel. Mjög gott veður var allan tímann nema fyrstu tvo dagana en það kom ekki að sök.
Um þrjátíu ungmenni fóru í ferðina ásamt tveimur fararstjórum, henni Ollu og Hjölla og Björgvini yfirþjálfara og Karli Ómari íþróttastjóra Golfklúbbsins Keilis.
Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að hafa gaman og auka leikform og undirbúa sig sem best fyrir komandi keppnistímabil eftir æfingar oftast innanhúss í vetur. Það var ljúft að geta slegið, vippað og púttað frá grasi í þessa átta daga sem ferðin tók.
Alla dagana var byrjað að leika golf í birtingu og leikið fram að hádegismat um kl. 13:00. Eftir stutta hvíld byrjuðu æfingar kl. 15:30 og voru til kl. 19:00 á kvöldin.
Æfingaferðin tókst mjög vel í alla staði og var hver tími nýttur til þess að leika og æfa golf.
Margt var gert til að efla liðsandann og að hafa gaman. Skipt var í fimm manna lið þar sem liðin áttu að vinna saman að ákveðnum verkefnum eða æfingum sem þjálfara settu fyrir. Kallaðist keppnin U R IN IT 2 WIN IT og heppnaðist mjög vel. Farið var í spurningakeppni og haldin tónlistargetraun á milli liða. Það var lið sem heitir Svenni Vegan sem vann eftir æsispennandi keppni.
Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ mætti í heimsókn og var með æfingu fyrir alla krakkana í tvo daga.
Í lok ferðar var haldið 36 holu mót þar sem keppt var í þremur flokkum bæði með og án forgjafar og í punktakeppni.
Helstu úrslit urðu
Án forgjafar,
Axel Bóasson 145 högg,
Andri Páll Ásgeirsson 156 högg
Henning Darri Þórðarson 157 högg
Með forgjöf
Bjarki Geir Logason 145 högg
Helgi Snær Björgvinsson 147 högg
Vikar Jónasson 149 högg
Sveinbjörn Guðmundsson 149 högg
Punktakeppni eldri flokkur
Bjarki Steinn Líndal Jónatansson 77 punktar
Svanberg Addi Stefánsson 71 punktur
Inga Lilja Hilmarsdóttir 70 punktar
Punktakeppni yngri flokkur
Nína Kristín Gunnarsdóttir
Sara Jósafatsdóttir
Vilborg Erlendsdóttir
Krakkarnir voru sér og sínum foreldrum og ekki síst golfklúbbnum Keili til mikils sóma. Það var alveg sama hvar þau voru, í rútunni, á flugvellinum, á hótelinu, á golfvellinum, í verslunarleiðangrinum. Alltaf hress og kát og til fyrirmyndar.
Heimsferðir og Ragnhildur Sigurðardóttir eiga þakkir skildar fyrir allt þeirra framlag og vinnu vegna æfingaferðar golfklúbbsins Keilis á Costa Ballena 2017.