Meistaramótið er í fullum gangi hjá okkur en Keilir á fimm afrekskylfinga sem eru að keppa á móti bestu áhugamönnum Evrópu í Evrópumóti Landsliða sem hófst í morgun.

Fyrstu tvo dagana munu liðin spila höggleik til að raða í riðla. Átta lið í A og B riðil hjá körlunum og strákunum en átta liði í A og B en 4 lið í C riðil hjá konunum. Einungis liðin sem komast í A riðil að höggleik loknum spila um Evrópumeistaratitilinn. Holukeppni er leikin svo næstu þrjá dagana hjá öllum liðum. Hjá körlunum og strákunum halda eingöngu 13 efstu sætin þátttökurétt fyrir næsta ár.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir eru að spila í Ljubliana í Slóveníu og átti Signý rástíma kl 7.40 í morgun en Guðrún er á teig kl 11.20. Þær eru að spila á Golf & Country Club Diners Ljubjana og sögðu þær völlinn sanngjarnann en röffið er þykkt og refsa en vel hægt að skora hann ef þær eru á boltanum. Hægt er að fylgjast með stelpunum hér.

Gísli Sveinbergsson er að spila í Finnlandi á Linna golfvellinum. Hann á rástíma 9.30 á íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með honum hér.

Piltalandsliðið er í Noregi og spila á Bogstad vellinum í Osló. Þar eigum við tvo kappa, þá Henning Darra Þórðarson og Birgi Björn Magnússon. Henning átti rástíma 7.30 í morgun og Birgir 9.30. Hægt er að fylgjast með þeim hér.

 

 

 

gisli_meistamot