Gísli spilaði frábærlega í dag, enn hann spilar í flokki 16 ára og yngri og er jafn öðrum með annað besta skor dagsins 72 högg. Framan af hring var Gísli 3 yfir pari enn með glæsilegum endaspretti náði hann sér niður á parið. Fékk hann fugla á holur 13,14 og 18  til að koma sér inn á þessu glæsilega skori. Ekki er þetta í fyrsta skiptið sem Gísli stendur sig vel á alþjóðavettvangi enn á dögunum sigraði Gísli US Kids mótið sem haldið var í vöggu golfsins í Skotlandi. Einnig voru Keilismennirnir Birgir Björn og Henning Darri með, enn hringurinn hjá Henning er ekki lokið. Birgir endaði á 80 höggum og Henning nú þegar þetta er skrifað er á 6 höggum yfir pari eftir 9 holur. Hér má sjá úrslitasíðu mótsins

Tólf keppendur frá Íslandi voru send á Finnish International Junior Championship mótinu sem fram fer dagana 26.-28. júní á Cooke vellinum í Vierumaki í Finnlandi. Um er að ræða stúlkna og drengjamót í flokkum 15-16 ára og 14 ára og yngri. Alls taka 102 Finnar og 54 útlendingar þátt, en Ísland er með flesta keppendur utan Finnana. Einnig koma keppendur frá Þýskalandi, Svíþjóð, Belgíu, Danmörku, Tyrklandi og víðar.

Eftirfarandi keppendur frá Íslandi taka þátt: Birgir Björn Magnússon GK, Gísli Sveinbergsson GK, Fannar Ingi Steingrímsson GHG, Henning Darri Þórðarson GK, Kristján Benedikt Sveinsson GHD, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Birta Dís Jónsdóttir GHD, Gerður Ragnarsdóttir GR, Ólöf María Einarsdóttir GHD, Óðinn Þór Ríkharðsson GKG, Kristófer Orri Þórðarson GKG, Arnór Snær Guðmundsson GHD. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari og Heiðar Davíð Bragason þjálfari norðurlandsúrvals GSÍ, eru fararstjórar og þjálfarar.