Guðrún Brá lauk 36 holum í gær á sterka mótinu Silverado Showdown. Fyrri hringinn kláraði hún glæsilega og skrifaði undir 70 högg eða 2 undir pari. Það fjaraði aðeins undan henni seinni hringinn og var 4 yfir seinustu fjórar holurnar og endaði hringinn á 77 höggum (+5). Eftir fyrsta dag er hún jöfn fjórum öðrum í 18 sæti og skólinn hennar Fresno State er í 10 sæti af 15 liðum.

„Völlurinn er í geðveiku standi, gæti ekki verið betri“ sagði Guðrún eftir hring. Hún var mjög sátt með fyrri hringinn þar sem hún hafði verið að slá vel og búið til mörg tækifæri fyrir fugla og nýtti þau vel. Seinni hringinn voru færin hjá henni ekki jafn góð og púttinn duttu ekki eins og fyrir hádegi. Hún stefnir á lágan hring í dag og ætlar sér í sæti ofar á skortöflunni.

Axel Bóasson byrjaði á skrautlegu korti en hann fékk tvo skramba (+3) á fyrstu fjóru holunum en skilaði einnig inn þrem fuglum og er því þrjá yfir eins og staðan er núna. Þeir náðu ekki að ljúka leik vegna veðurs en eftir 11 holur var leik frestað til morguns vegna eldinga og mikilla rigningar. Þeir hefja leik eins snemma og möguleiki er á en útlit er fyrir að mótinu verði breytt í 36 holu mót. Lið Axels, Mississippi State, er jafnt þrem öðrum liðum í 11 sæti af 15 liðum.
Haraldur Franklín mætti einnig til leiks á Reunion Intercollegiate og var +3 þegar leikur var stöðvaður.