Guðrún Brá heldur áfram að standa sig vel í háskólagolfinu. Hún lék annann hringinn í dag á Conference Championship á 71 höggi eða einu undir pari og er því tvo undir pari samtals fyrir lokadaginn. Hún heldur áfram að leiða mótið ásamt þremur öðrum og verður því gaman að fylgjast með henni á morgun þar sem hún hefur góða möguleika á að landa sínum fyrsta sigri í Bandaríkjunum! Þú getur fylgst með henni hér.

Liðið hennar Fresno State verður að vinna mótið til að fá að halda áfram á næsta stig (Regionals) í háskólagolfinu en þær eru í 2. sæti aðeins tveimur höggum á eftir New Mexico. Stelpurnar eru að standa sig gífurlega vel og eru til dæmis að vinna San Diego State háskólann með 9 höggum en sá skóli er í 43 sæti í háskólagolfinu á meðan Fresno State er í 102. sæti.

axeloggunna

Axel Bóasson hóf leik í dag á SouthEastern Conference Championship en fann sig ekki. Hann lauk leik á 82 höggum en ætlar að sjálfsögðu að sýna sitt rétta andlit á morgun og skila inn góðum hring. Liðið hans Mississippi State er jafnt í 7. sæti 15 höggum frá 1. sætinu. Þeir þurfa hins vegar ekki að hafa miklar áhyggjur því vegna góðs gengis í vetur eru þeir sjálfkrafa áfram á næsta stig. Þú getur fylgst með Axel hér.