Í gær fengum við 40 krakka frá Hvaleyrarskóla í heimsókn í Hraunkotið.

Þetta voru stelpur og strákar í 4. til 7. bekk sem hafa verið að vinna með öðrum nemendum í vinaliðaverkefni í frímínútum í skólanum sínum.

Golfkennarar Keilis þeir Björgvin og Kalli tóku á móti krökkunum. Allir fengu að prófa að pútta og slá og var heimsóknin mjög vel lukkuð.