Keilir leikur til úrslita í bæði karla- og kvennaflokki í Íslandsmóti golfklúbba. Og má með sanni segja að afreksfólk okkar heldur áfram að gera garðinn frægan á keppnisvellinum.

Nú um helgina fer fram Íslandsmót golfklúbba og eru báða okkar sveitir að leika úrslitaleikinn í dag. Stelpurnar lögðu Mosfellsbæinn í gær til að komast í úrslitaleikinn og strákarnir lögðu Golfklúbb Reykjavíkur í hörku spennandi viðureign. Það eru sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbsins Keilis sem leika til úrslita í fyrstu deild kvenna á Hvaleyrarvelli. Og í karlaflokki leikur Keilir gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar og leika þeir á Akranesi.

Það er einnig mikið að gerast í Skotlandi þar sem fram fer Evrópumótið í golfi, enn þar geta Birgir Leifur og Axel fylgt eftir gulli gærdagsins?

Blönduð sveit Íslands vann gull í holuleik í golfi á mótinu í gær. Þeir Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson vilja fylgja því eftir en þeir unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni í golfinu og komust í undanúrslit.

Þar mæta þeir liði frá Spáni á morgun en RÚV sýnir beint frá golfinu. Útsending hefst klukkan 11:50 á RÚV 2.

Þegar þetta er skrifað eiga Biggi og Axel 2 holur þegar þeir hafa lokið við 8 holur á hringnum.