markmiði að efla enn frekarbarna og ungmennastarf innan Keilis.

Með samkomulaginu mun Keilir endurvekja opið mót fyrir krakka 14 ára og yngri í sumar. Það hefur ekki verið keppt í opnum barna eða ungmennamótum á Hvaleyrarvelli í nær 10 ár, fyrir utan mótaraðir á vegum golfsambandsins.

Í sumar verður U.S. Kids Golf mótaröðin leikin. Hún er ætluð yngri félagsmönnum í Keili og verður keppnin og umgjörðin gerð enn glæsilegri.

Einnig verður Golfleikjaskóli Keilis og U.S. Kids Golf starfræktur. Markmið skólans er að vekja áhuga á golfi þannig að krakkar vilji halda áfram að vera með í barnastarfi og félagsstarfi golfklúbbsins. Þar fá allir að njóta sín í leik og ýmsum verkefnum tengd golfíþróttinni.

Sport Company er innflytjandi af golfmerkjum eins og Abacus, Ogio, Daily Sports, U.S. Kids Golf og ýmsum öðrum vörum sem tengjast golfinu. Fyrirtækið á og rekur Golf Company og Sportbúð Errea.

U.S. kids Golf vörurnar verða til sýnis og sölu í golfverslun Keilis.
Hægt er að fá kylfur og annan útbúnað sem fylgir golfinu frá 3-16 ára aldurs.

Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Sport Company:
Er ánægður með samstarfið og finnst skemmtilegt að geta tengt fyrirtækið við jafn öflugt barna og ungmennastarf eins og Golfklúbburinn Keilir hefur verið með undanfarin ár.

Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis:
Það er gífurlega mikilvægt að fyrirtæki eins og Sport Company sjái sér hag í því að tengjast barna og unglingastarfi okkar í Keili og styðja þannig á bakvið það mikla starf sem fer fram hjá golfklúbbnum. Við hlökkum mjög svo til samtarfsins.

Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis:
Með tilkomu þessa samstarfssamnings er hægt að efla enn frekar golfíþróttina hjá þeim yngstu í Keili og glæða enn frekar áhuga barna og ungmenna fyrir gildum íþróttarinnar og að það sé gaman í golfi.