Okkar afrekskylfingar voru að spila mikið þessa helgina voru fjögur mót í gangi yfir helgina. Byrjum á Áskorendamótaröðinni, voru okkar yngri kylfingar að spreyta sig á GOS vellinum. Voru þó nokkuð margir sem enduðu í efri sætunum. Atli Már Grétarsson spilaði flott golf og endaði í 2.sæti á 74 höggum. Thelma Björt Jónssdóttir spilað á 106 og var í efsta sæti í sínum flokki. Í yngstu flokknum stráka og stúlkna voru nokkrir kylfingar sem enduðu í 6-8.sæti og þau voru Ólafur Arnar Jónsson, Svanberg Addi Stefánsson, Inga Lilja Hilmarsdóttir og Jóna Karen Þorbjörnsdóttir

Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni var haldið á Hellu(GHR) og komust margir í gegnum niðurskurðinn sem voru 18 holur á föstudeginum. Í 15-16 ára strákaflokki komust áfram Daníel Ísak Steinarsson og Aron Atli Bergmann Valtýsson en í fyrstu umferð í holukeppninni gekk ekki eins vel hjá þeim félögum. Í 17-18 ára piltaflokki voru fjórir piltar sem komust áfram Bjarki Geir Logason, Vikar Jónasson, Henning Darri Þórðarson og Andri Páll Ásgeirsson. Eftir að vera efstur í höggleiknum þá komst Vikar í átta manna úrslit. En Bjarki Geir, Henning Darri og Andri Páll komust ekki áfram í gegnum fyrstu umferðina. Í 17-18 stúlknaflokki komust þrjá stelpur áfram í gegnum höggleikinn þær Thelma Sveinsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Sigurlaug Rún Jónsdóttir. Thelma komst ekki í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni en þær Hafdís Alda og Sigurlaug Rún komust í fjögurra manna úrslit. Sigurlaug Rún endaði í 4. sæti og Hafdís Alda komst í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn en gekk ekki í þetta skiptið hjá henni.

Gísli Sveinbergsson var í St.Andrews links trophy mótinu í Skotlandi. Gísli spilaði aðeins einn hring í mótinu,  seinni hringurinn var felldur niður fyrir niðurskurðinn. Gekk ekki nóg vel hjá okkar manni endaði á 76(+4) og komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. Gísli er kominn heim til að undirbúa sig fyrir næsta verkefni sem er British Amateur Championship og óskum við honum góðs gengis.
gisli-sveinbergs---islandsmotholu2013

Smáþjóðaleikunum lauk þessa helgina og var Guðrún Brá Björgvinsdóttir í aðalhlutverki fyrir kvennalandsliðið. Guðrún Brá spilaði á 69-71-70-77 (-1) og var þetta frábært spilamennska hjá henni í gegnum allt mótið og sigraði með yfirburðum. Guðrún var auðvitað lykil leikmaðurinn í liðakeppninni fyrir Íslands hönd. Sem lið enduðu þær á 8 yfir pari, var næsta lið á 41 yfir pari og var þetta aldrei í hættu fyrir þær í liðakeppninni.

Óskum við Guðrúnu Brá til hamingju með sigurinn á Smáþjóðaleikunum og öllum sem voru í verðlaunasætum yfir þessa helgi.