Þá er orðið ljóst hvernig val á sveit öldunga fer fram fyrir Sveitakeppni GSÍ 2016 sem haldið verður á golfvelli Kiðjarbergs og hefst 12 ágúst n.k. Leikið verður 5 keppnishringir og er okkar von um að komast í efstu deild fyrir árið 2017, því þar á Keilir klárlega heima.

Um 13 golfhringi er um að ræða og munu 6 bestu hringirnir telja, fyrirkomulagið er punktar án forgjafar. Samalagður punktafjöldi eftir þessa 6 bestu hringi telur.

9 efstu kylfingarnir vinna sér sæti í sveitina og 6 efstu kylfingar skipa liðið í fyrsta leik.

Mótin eru eftirfarandi:

18/5 Innanfélagsmót (GK)
28/5 Ping Open (GK)
29/5 Lek mót (Hella)
5/6 Lek mót (GS)
18/6 Lek mót (Kiðjarbergi)
22/6 Innanfélagsmót (GK)
3/7 Meistaramót (GK)
15/7 Íslandsmót Lek (GL)
6/8 Opið Mót (GVS)

Ef tveir kylfingar eru jafnir í 9 og 10 sæti mun 7 hringurinn telja og ef kylfingar eru enn jafnir skal haldið áfram niður mótin þar til að niðurstaða er fundinn, ef annar kylfingurinn hefur aðeins leikið 6 hringi skal sá sem leikið hafi fleirri hringi skipa 9 sætið, og ef báðr kylfingar hafi aðeins klárað 6 hringi hvor skal liðstjórar skeru úr um hvor skal skipa síðasta sætið.

Ef kylfingar taka þátt í öðrum flokki en öldunga í meistaramóti þá telja síðustu 3 hringirnir í þeim flokki.

Það er von okkar liðstjóra að sem flestir sjái sér fært um að reyna komast í sveit okkar Keilismanna og spili þar fyrir hönd okkar allra með brosi og gríðarlegu stolti, því Keilir er sá flottasti og klárlega besti golfklúbbur á Íslandi.

Með Golfkveðju

Guðbjörn Ólafsson
Grétar Agnarsson
Liðstjórar.