Nýverið skrifaði Rúnar Arnórsson, einn af okkar afrekskylfingum, undir samning við háskóla í Bandaríkjunum. Eftir gott sumar í fyrra tók Rúnar stefnuna á háskólagolfið sem leiddi til þess að hann komst í samband við einn af stærstu háskólum í Bandríkjunum, University of Minnesota.
Þó svo að skólinn sé staddur í norðurríkjum Bandaríkjanna varð liðið landsmeistari árið 2002. Skólinn spilar í fyrstu deild og hefur verið í kringum 70. sæti á styrkleikalista bandríska háskólagolfsins síðustu mánuði. Einnig má nefna að skólinn sjálfur er hátt skrifaður (rankaður) námslega og hafa margir Íslendingar stundað framhaldsnám við háskólann. Að öllu óbreyttu hyggst Rúnar stunda nám við sálfræði í skólanum.
Þegar Rúnar var spurður eftir hvernig verkefnið legðist í hann sagði hann að þetta væri stórt skref í rétta átt, bæði námslega og golflega. Hann sagðist einnig vera mjög spenntur að takast á við það krefjandi verkefni að spila við og á meðal fremstu áhugamannakylfinga í heimi. Hann vildi einnig koma sérstöku þakklæti til Tómasar Freys Aðalsteinssonar, sem er uppalinn Keilismaður. En Rúnar segir að hann sé aðal ástæðan fyrir að þetta tækifæri hafi komið og hafi gert allt ferlið mun auðveldara, bæði fyrir mig og þjálfarana úti líka.
Til gamans má geta að Tom Lehman, sem hefur unnið nokkur mót á PGA-mótaröðinni og einnig „The Open Championship“, stundaði nám við háskólann á sínum tíma. Rúnar bætist því í hóp föngulegs hóps kylfinga frá Keili sem leggur stund á háskólagolf erlendis og verður gaman að fylgjast með honum ásamt öðru Keilisfólki keppa næsta vetur.
Fyrirhönd Keilis viljum við óska Rúnari til hamingju með þessa viðurkenningu og óskum honum í leiðinni alls hins besta fyrir komandi verkefni.
Hér má sjá viðtal sem skólinn tók við Rúnar eftir að hafa skrifað undir:
http://www.gophersports.com/sports/m-golf/spec-rel/041714aaa.html