Haraldur Franklín Magnús úr GR og Signý Arnórsdóttir úr Keili eru Íslandsmeistarar í holukeppni en mótinu lauk í dag á Leirdalsvelli. Haraldur Franklín hafði betur gegn Hlyni Geir Hjartarsyni úr GOS í spennandi úrslitaleik þar sem úrslitin réðust á 18. holu. Leikurinn lyktaði með 2&0 sigri Haraldar en talsverða sviptingar voru í leiknum og aðeins fjórar holur af 18 féllu.
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG varð í þriðja sæti eftir 3&1 sigur gegn Rúnari Arnórssyni GK um þriðja sætið. Leikur þeirra lauk á 17. holu með 2&1 sigri Birgis sem hefur þar með verið í verðlaunasæti í báðum þeim mótum sem hann hefur leikið í á mótaröðinni í sumar.
Í kvennaflokki var það Signý Arnórsdóttir úr Keili sem bar sigur úr býtum. Hún hafði betur gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur úr Keili 2&1. Í leiknum um þriðja sætið var það Ingunn Gunnarsdóttir úr GKG hafði betur en hún lagði Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili 3&1.