Kæri Keilisfélagi

Ástand Sveinskotsvallar eftir breytingar á Hvaleyrarvelli hefur verið óásættanlegt. Okkur í stjórn Keilis finnst mikilvægt að það komi fram.

Ástæður þess eru fyrst og fremst þær miklu breytingar Hvaleyrarvallar sem nú hafa staðið yfir. Hluti framkvæmdaráætlunar vegna breytinganna er breyting og lagfæring Sveinskotsvallar.

Óþægindi þau sem félagsmenn Keilis á Sveinskotsvelli hafa orðið fyrir, eru meiri en við gerðum ráð fyrir enda í framkvæmdaáætlun gert ráð fyrir lágmarkstruflun.

Okkur í stjórn Keilis þykir þetta miður og viljum vegna þess bjóða ykkur eftirfarandi hluti að verðmæti 25.000 til að lágmarka óþægindi ykkar. 2 golfhringi á Hvaleyrarvelli (félagsmenn á Sveinskotsvelli geta skráð sig í golf óháð forgjöf tvisvar sinnum í gegnum golfverslun Keilis) og gullkort í Hraunkoti, æfingasvæðinu okkar. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu okkar til að fá nánari upplýsingar um hvernig þetta megi nálgast.

Vegna mikilla anna á árinu, þá hafa breytingar á Sveinskotsvelli ekki gengið sem skildi. Nú á haustdögum verður nýtt skipulag kynnt vegna Sveinskotsvallar, það felur í sér mun betri skipulag á vellinum og til að mynda kemur aftir inn gamla 6. holan sem leikin var fyrir breytingar. Og aðrar holur taka á sig nýja mynd. Til að þetta geti gengið eftir, þá þurfum við að leika Sveinskotsvöll í því bráðarbirgðaástandi sem hann hefur verið leikinn í út þetta ár.

Þær framkvæmdir á Sveinskotsvelli sem fyrirhugaðar eru nú á haustdögum eru meðal annars:

Stærri framkvæmdir

· Nýjir teigar á þremur holum vegna breytinganna

 

· Fylla í glompur sem ekki eru í leik lengur

 

· Ný 9. Flöt, færa flötina niður fyrir gamla steinvegginn. Byggja upp fallega, stóra flöt með skemmtilegu landslagi

 

Minni framkvæmdir

· Virkja sjálfvirkt vökvunarkerfi í alla teiga og flatir á vellinum

 

· Breytt slátturfyrirkomulag á vellinum, stækka brautir

· Bæta viðhald á flötum

Á næsta ári ættu svo nýir teigar að vera komnir í gagnið og völlurinn að nálgast framtíðarástand.

Ánægja ykkar af golfleik hér á Hvaleyrinni skiptir okkur afskaplega miklu máli og okkur þykir leitt að ástand Sveinskotsvallar hafi ekki verið sem skyldi.

Við vonum að þessi viðleitni okkar teljist ásættanleg og að þið deilið með okkur framtíðarsýn um frábæran Sveinskotsvöll.

Fyrir hönd stjórnar Keilis
Arnar Atlason, formaður Keilis