Tinna Jóhannsdóttir vann í gær sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í holukeppni þar sem hún sigraði hana Karen Guðnadóttur í úrslitaleiknum. Í riðli Tinnu voru félagar hennar í Keili, Þórdís Geirsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir og Högna Kristbjörg Knútsdóttir, vann hún alla sína leiki i riðlinum. Mikil spenna og mikið jafnræði var í öllum leikjum riðilisins. Fyrsti leikur hennar gegn Önnu Sólveigu það var hart barist allan leikinn um stigið og náði Tinna að knýja fram sigur á átjándu holu. Seinni leikur hennar á föstudeginum gegn Þórdísi, þær voru mjög jafnar allan leikinn og þurfti að fara í bráðabana og vann Tinna leikinn á nítjándu holu. Síðasti leikurinn hjá Tinnu í riðlinum skipti miklu máli uppá það að komast upp úr og var hennar síðasti leikur við hana Högnu Kristbjörgu. Sá leikur var einstaklega jafn, í lokinn náði Tinna að vinna nokkrar holur og knúði hún 3/1 sigur á sautjándu holu.
Eftir mikla baráttu í riðlakeppninni lék hún Berglindi Björgvinsdóttir GR í átta manna úrslitum. Tinna hélt sínu striki eins og hún gerði í fyrri leikjum með stöðugu golfi og kláraði leikinn á sautjándu holu og þar með komin í manna úrslit.
Í fjögurra manna úrslitum lennti hún á móti frænku sinni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Þessi leikur var mjög spennandi eins og fyrri viðureignir, og voru þær frænkur spiluðu gott golf, Tinna náði að klára leikinn á sautjándu holu og var að þá að fara að spila í úrslitum um Íslandsmeistaratitillinn á móti henni Kareni Guðnadóttur GS.
Úrslitaleikurinn var mjög skemmtilegur og spennandi var Tinna að spila mjög stöðugt golf á móti henni Kareni og eftir níu holur var Tinna búin að vinna fjórar holur og var komin í mjög góða stöðu til að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill í holukeppni. Á seinni níu holunum hélt Tinna sinni stöðu frá fyrri níu holunum og vann leikinn á fjórtándu holu.
Viljum við óska henni til hamingju með árangurinn og sinn fyrsta Íslandsmeistartitil í holukeppni.