Mikill áhugi var fyrir Golfmóti Íslandsbanka þetta árið og strax við opnun skráningar voru margir sem biðu til að ná sér í pláss. Mótið fylltist á mjög skömum tíma og biðlisti var einnig inn í mótið. Íslandsbanki bauð sínum viðskiptavinum mótsgjaldið á litlar 2.500 kr og bauð einnig uppá glæsileg verðlaun. Leikfyrirkomulag mótsins var punktakeppni karla, punktakeppni kvenna og höggleikur. Veitt voru glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverri keppni. Tekið var fram í keppnisskilmálum að sami keppandi gæti ekki unnið verðlaun í bæði höggleik og punktakeppni. Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins ásamt lengsta teighöggi á 13. Braut. Skorkortsútdráttur var einnig á dagskránni og var meðal annars dregnir út miðar á Justin Timberlake. Teiggjöf Íslandsbanka kom sér vel í dag, en það voru sterkir vindar í dag á Hvaleyrinni og margar rauðar lúffur voru notaðar í dag 🙂 195 kylfingar voru skráðir til leiks og gerði vindasamt veður kylfingum erfitt fyrir í dag. Besta skor dagsins átti Óttar Helgi Einarsson GKG en hann spilaði á 70 höggum. Sigurvegari í punktakeppni karla var Sigurður Ásgeirsson GKG og í punktakeppni kvenna var það Helga Lára Bjarnadóttir GR. Golfklúbburinn Keilir í samvinnu við íslandsbanka þakkar keppendum kærlega fyrir góðan dag. Hér koma svo helstu úrslit mótsins og einnig er hægt að sjá myndir frá verðlaunaafhendingu hér  https://www.facebook.com/Golfverslun

urslitislpng