Í dag fór fram fyrirtækjakeppni Keilis á Hvaleyravelli. Góð þátttaka var í mótið enda voru verðlaunin ekki af verri endanum. Gafst þátttakendum tækifæri á að leika eina af nýju holum vallarins sem gekk með eindæmum vel. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni sem og nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Einnig var verðlaunað fyrir þann sem var næstur holu í tveimur höggum á 18. braut. Golfklúbburinn Keilir vill koma þakklæti sínu á framfæri til allra sem tóku þátt og á sama tíma styrktu okkur til framkvæmdanna. Hér að neðan má sjá úrslit mótsins:

Punktakeppni

1. sæti: Kjartan Þór Ólafsson og Svanur Þór Eðvaldsson sem spiluðu fyrir hönd Góu með 47 punkta.

2. sæti: Sveinbjörn Jónasson og Sigvaldi Egill Lárusson sem spiluðu fyrir hönd Landsbankans með 47 punkta.

3. sæti: Anna Sólveig Snorradóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir en þær spiluðu fyrir hönd Sýni ehf með 47 punkta.

4. sæti: Benedikt Árni Harðarson og Vikar Jónasson sem spiluðu fyrir hönd Fjarðargrjóts með 46 punkta.

5. sæti: Alfreð Gústaf Maríusson og Þórdís Geirsdóttir sem spiluðu fyrir hönd Nobex á 46 punktum.

Nándarmælingar:

4. braut: Guðmundur Sveinbjörnsson, 1,78 m

6. braut: Haraldur Arnórsson, 0,41 m

10. braut: Ingvar Sigurður Jónsson, 1,52 m

16. braut: Ingvar Rafn Gunnarsson, 4,06 m

Næstur holu í tveimur höggum 18. braut: Brynjar Jóhannesson, 18 cm

 

Vinningar verða sendir vinningshöfum í tölvupósti nk. mánudag.