Í dag fór fram Opna Ping Öldungamótið á Hvaleyrarvelli. 133 LEK kylfingar tóku þátt og var þetta mót nr. 2 hjá þeim. Fínar aðstæður og völlurinn heldur betur að taka við sér. Það var Íslensk Ameríska heildverslun og umboðsaðili PING á Íslandi sem gaf öll verðlaun í mótið.
Verðlaun voru veitt fyrir besta skor kvenna og karla og 5. efstu sætin í punktakeppni kvenna og karla. Einnig voru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu Keilis innan 6 mánaða og óskum við vinningshöfum til hamingju með árangurinn.
Úrslit urðu svo eftirfarandi:

Besta skor kvenna Þórdís Geirsdóttir GK 82 högg.
Besta skor karla Frans Páll Sigurðsson GK 73 högg (betri seinni 9).

Punktakeppni kvenna.
1. verðlaun Halla Sigurgeirsdóttir GK 37 punktar
2. verðlaun Kristín Sigurbergsdóttir GK 35 punktar
3. verðlaun Guðrún Garðars GR 35 punktar
4. verðlaun Baldvina Guðlaug Snælaugsdóttir GKG 33 punktar
5. verðlaun Rut Marsibil Héðinsdóttir GM 33 punktar

Punktakeppni karla.
1. verðlaun Grímur Þórisson GO 39 punktar.
2. verðlaun Haraldur Örn Pálsson GK 38 punktar.
3. verðlaun Guðmundur Guðmundsson GSE GO 38 punktar.
4. verðlaun Halldór FriðgeirÓlafsson GR 38 punktar.
5. verðlaun Gunnar Páll Þórisson GKG 37 punktar.

Nándarverðlaun.
4. braut Grímur Þórisson 1.89 m
6. braut Gunnlaugur Ragnarsson 1.95 m
10. braut Guðjón Grétar Daníelsson 3.15 m
16. braut Jóhannes Jónsson 3.45 m

Vinningaskrá Opna Ping.

Besta skor karla PING Ferðapoki og derhúfa.
Besta skor kvenna Ping Ferðapoki og derhúfa.

Punktakeppni karla.
1. verðlaun PING Karsten TR pútter og handklæði.
2. verðlaun PING Regncover yfir poka og kuldahúfa.
3. verðlaun PING Regnhlíf og derhúfa.
4. verðlaun PING skópoki og kuldahúfa.
5. verðlaun PING tuðra með grínmerki og tíum.

Punktakeppni kvenna
1. verðlaun PING Karsten TR pútter og handklæði.
2. verðlaun PING Regncover yfir poka og kuldahúfa.
3. verðlaun PING Regnhlíf og derhúfa.
4. verðlaun PING skópoki og kuldahúfa.
5. verðlaun PING tuðra með grínmerki og tíum.

Nándarverðlaun 4. braut PING íþróttataska.
Nándarverðlaun 6. braut PING höldupoki án stands.
Nándarverðlaun 10. braut PING regnhlíf.
Nándarverðalun 16. braut PING skópoki, handklæði og PING golfhanski.

Golfklúbburinn Keilir þakkar Íslensk Ameríska heildverslun kærlega fyrir veittan stuðning.