Ákveðið var  að halda eitt styrktarmót í viðbót fyrir sveit Keilis sem heldur á Evrópumót klúbbliða í Portúgal í lok mánaðarins og mun þetta mót marka lok keppnishalds á Hvaleyrarvelli í ár. 148 kylfingar fylltu mótið í frábæru veðri og var spilað Texas Scramble, tveir saman í liði. Verðlaun voru veitt fyrir 10. efstu sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Deilt var í samanlagða forgjöf með 5. Ef samanlögð forgjöf var hærri enn lægri forgjöfin var sú lægri látin gilda. Golfklúbburinn Keilir vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í styrktarmótunum kærlega fyrir. Smellið hér fyrir úrslit í mótinu

Verðlaun í Styrktarmóti Evrópuliðs Keilis 2013

Nándarverðlaun:
4. braut     Guðjón Steingrímsson   1.10 m
6. braut    Palli Erlings    53 cm
10. braut  Guðjón Gottskáld Bragasson   1.64 m
16. braut  Gísli Sveinbergsson   1.59 m