Laugardaginn 03. september var haldin Fyrirtækjakeppni Keilis og tókst einstaklega vel. Mótið í ár var sérstaklega haldið vegna þeirra gríðarlegu framkvæmda sem eiga sér stað núna á Hvaleyrinni og þökkum við öllum þeim fyrirtækjum sem tóku þátt kærlega fyrir stuðningin. Eins og oft áður í sumar var veðrið að leika við okkur, en þetta sumar er búið að vera frábært fyrir kylfinga. Við spiluðum í þessu móti nýju par 3 brautina”Yfir hafið og heim” og óhætt að segja að hún sé stórgæsileg og lítur vel út. Veitt voru verðlaun fyrir efstu 5. sætin og leikin var betri bolti. Að sjálfsögðu voru einnig nándarverðlaun úti á velli. Matur og einn kaldur að hætti Brynju beið svo eftir öllum þegar leik var lokið .

Helstu úrslit urðu þessi:

1. sæti  Mannvit 1  48 punktar (2x ferðaávísanir 100.000 frá Heimsferðum)
Ágúst Knútsson-Tryggvi Jónsson
2. sæti  Landsbankinn 1  48 punktar
Anton Ástvaldsson-Sveinbjörn Jónasson (2x ferðaávísanir frá Icelandair 50.000)
3. sæti  Nobex A  46 punktar (2x ferðaávísanir frá Icelandair 50.000)
Þórdís Geirsdóttir-Alfreð Maríusson
4.
sæti  NPK  45 punktar  45 punktar (2x ferðaávísanir frá GB ferðum)
 Elías Óskarsson-Guðmundur Erlingsson
5.
sæti  MHG 45 punktar (2x úttektir epli.is 35.000)
Guðbjartur Ísak Ásgeirsson-Andri Páll Stefánsson

Nándarverðlaun
4. hola   Hannes Eyvindsson  91 cm  (Flugmiði til Evrópu með Icelandair)
6. hola   Erling Þór Jónsson  1,26 m    (Flugmiði til Evrópu með Icelandair)
10. hola Þöstur Ástþórsson 2,40 m    (Ipad mini frá epli.is)
16. hola Gunnar Gunnarsson 22 cm  (Apple Watch 38 mm)
18. hola Gunnar Marel Einarsson 79 cm   (Úttekt epli.is 35.000)

Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu Keilis.
Golfklúbburinn Keilir þakkar öllum þeim sem sýnt hafa þessu verkefni stuðning.

Hér má svo sjá Fyrirtaekjamótið_Úrslit