Sjá æfingatíma á heimasíðu http://keilirar2018.wpengine.com/innra-starf/unglingastarf/.  Hóparnir eru aldursskiptir eins og sést á töflunni.
Skráning hefst  þriðjudaginn 27. október. Aðstandandi þarf að skrá iðkanda hjá Keili í gegnum http://www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/. Þaðan er farið inn á síðu Keilis og iðkandi skráður í þann æfingahóp sem við á.  Aðstandandi greiðir einungis mismuninn á niðurgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar og æfingagjaldsins. Lykilatriði er að aðstandandi er ábyrgur fyrir því að skrá iðkandann fyrir 7. nóvember. Niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ minnkar ef skráning fer fram eftir tiltekinn tíma. Upplýsingar verða sendar frá Keili á þau netföng sem eru skráð í kerfinu.

Æfingagjöld fyrir árið 2016 eru eftirfarandi:

Æfingagj.       Niðurgr.    Hlutur/iðkanda    Innifalið í æfingagjaldi allra
6-12 ára    30.000kr        20.400kr      9.600 kr           hópa eru æfingaboltar
13-14 ára    38.000kr        30.600kr      7.400 kr
15-17 ára    42.000kr        30.600kr     11.400 kr    (Ath.17 ára engin niðurgreiðsla)
17-20 ára    40.000kr           –               40.000 kr
Ofangreind niðurgreiðsla miðast við að iðkandi sé skráður fyrir 7. nóvember 2015. Sé iðkandi skráður eftir þann tíma lækkar niðurgreiðslan hlutfallslega.

Ég mun hafa umsjón með æfingum í vetur. Mér til aðstoðar verða Björn Kristinn Björnsson og Karl Ómar Karlsson.

Æfingahópar verða 10 til að byrja með, iðkendur skrá sig eftir aldri á æfingar. Eins og áður verður hægt að hliðra til ef golfæfingar stangast á við aðrar iðkun.
Notast verður við sömu Facebook-síðuna (keilir2014), iðkendum og aðstandendum til upplýsinga. Jafnframt mun ég senda mikilvægar upplýsingar með tölvupósti.  Mikilvægt er að rétt netföng séu skráð í Nóra kerfið.
Haustfundur verður í lok nóvember fyrir foreldra og iðkendur.
Á næstu vikum verður farið í skoðun á valkostum vegna æfingaferða keppniskylfinga, nánar síðar.
Hvet ykkur til að hafa samband í tölvupósti: bjorgvin@keilir.is

Golfkveðja,
Björgvin Sigurbergsson  Íþróttastjóri Keilis / PGA golfkennari.
bjorgvin@keilir.is
8964512