Ávarp formanns

Þetta golfsumar kom liklega flestum í opnu skjöldu, eftir rigningu og rok síðasta sumars var ekki mikil von á góðu sumri enda búið að spá sjö ára hremmingum.

En völlurinn kom frábærlega undan vetri og hefur ekki verið í eins góðu ástandi í byrjun maí í manna minnum. Góða veðrið lét ekki á sér standa og einkenndist sumarið og haustið af nánast samfelldu logni og blíðu og voru Keilismenn duglegir við að spila eins og sést í samantektinni um leikna hringi hér í skýrslunni. 

Lesa meira

Félagsmenn Keilis

0
FÉLAGAR
0%
KONUR
0%
KARLAR

Veðurguðirnir með kylfingum í liði

Það var greinilegt frá fyrstu vordögum að veðurguðirnir ætluðu að bæta upp fyrir sumarið 2018. Auk þess að veturinn fór vel með völlinn var veðrið í vor mjög gott og byrjaði því golfsumarið með látum. Hinn árlegi hreinsunardagur fór fram 1. maí þar sem vel var mætt og mikið unnið.  Ásamt föstum vorverkefnum var áhersla lögð á tyrfingar á Sveinskotsvelli, söfnunar á slegnu grasi í karga og lagning gúmmímotta milli 13. flatar og 14. teigs.

Lesa meira

Allir geta fundið æfingar við sitt hæfi

Hjá Keili fer fram öflugt íþróttastarf þar sem allir á hvaða aldri sem er geta fundið æfingar og þjálfun við sitt hæfi. Hægt er að æfa golf skipulega allt áriðum kring. Um 150 börn og ungmenni 21 ára og yngri æfa golf hjá Keili.

Golfklúbburinn Keilir vinnur eftir leiðarvísi fyrir golfklúbba sem gefin var út af Golfsambandi Íslands um skipulag, kennslu  og þjálfun barna og unglinga.

Lesa meira

Gott veðurfar endurspeglast í ársreikningnum

Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk vel á árinu 2019. Veðrið lék við kylfinga þetta árið og sáum við mikla aukningu í Hraunkoti sem og á golfvöllunum okkar einsog sést bersýnilega í ársreikningnum.

Tekjur á árinu 2019 voru 253,9 mkr. samanborið við 242,7 mkr. árinu áður. Gjöld voru 227,4 mkr. samanborið við 219,3 mkr. á árinu 2018. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 26,5 mkr. sem er álíka og undanfarin 5 ár að undanskildu 2017 sem skilaði aðeins 17,9 mkr.

0%
Tekjur
0%
Gjöld
Lesa meira