Frábær árangur í sumar

Íþróttalegur árangur Keilis hefur verið frábær undanfarin ár. Afrekskylfingar Keilis og lið Keilis í kvenna- og karlaflokki hafa unnið til Íslandsmeistaratitla undanfarin ár.

Árið 2019 er Guðrún Brá Björgvinsdóttir Íslandsmeistari kvenna í golfi annað árið í röð og Rúnar Arnórson er Íslandsmeistari í holukeppni einnig annað árið í röð. Þórdís Geirsdóttir er Íslandsmeistari kvenna 50 ára og eldri og Daníel Ísak Steinarsson er Íslandsmeistari í flokki 21 ára og yngri.

Íslandsmeistari kvenna í höggleik í Grafarholti
Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði og lék á 70-69-70-72 eða á 281 höggi eða -3 undir pari. Guðrún Brá hefur orðið Íslandsmeistari 2018 og 2019.

Íslandsmót karla í höggleik í Grafarholti
Rúnar Arnórsson varð í 2. sæti og lék á 71-70-74-65 eða á 280 höggum eða á -4 undir pari.

Íslandsmótið í holukeppni karla sem var leikið á Akranesi
Rúnar Arnórsson Íslandsmeistari 2019 og sigraði annað árið í röð.

Íslandsmeistari í höggleik í flokki 19-21 ára
Daníel Ísak Steinarsson

Íslandsmótið í flokki 50 ára+
Þórdís Geirsdóttir er íslandsmeistari kvenna. Þórdís varð einnig stigameistari öldunga án forgjafar.

Þriðja sætið á Íslandsmóti í holukeppni unglinga í flokki 19-21 ára
Henning Darri Þórðarson

Íslandsmót golfklúbba í kvennaflokki
Keilir í 3. sæti.

Liði var skipað: Þórdís Geirsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Íris Káradóttir, Inga Lilja Hilmarsdóttir og Jóna Karen Þorbjörnsdóttir.

Karl Ómar Karlsson var liðstjóri.

Íslandsmót golfklúbba í karlaflokki
Keilir varð í 3. sæti

Liðið var skipað: Axel Bóasson, Gísli Sveinbergsson, Vikar Jónasson, Henning Darri Þórðarson, Sveinbjörn Guðmundsson, Birgir Björn Magnússon, Daníel Ísak Steinarsson og Rúnar Arnórsson. Björgvin Sigurbergsson var liðstjóri.

Keilir varð stigameistari golfklúbba hjá GSÍ í kvennaflokki
Sveitina skipuðu Anna Sólveig Snorradóttir, Helga Kristín, Einarsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Íslandsmót golfklúbba í kvennaflokki eldri kylfinga
Golfklúbburinn Keilir í 2. sæti. Mótið fór fram í Öndverðarnesinu.

Liðið var þannig skipað: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Hulda Soffía Hermannsdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Margrét Sigmarsdóttir, Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir, Þorbjörg Albertsdóttir, Margrét Berg Theodórsdóttir og Þórdís Geirsdóttir sem var einnig liðstjóri.

Íslandsmót golfklúbba í karlaflokki eldri kylfinga
Keilir 2. sæti á Leirunni í Reykjanesbæ.

Liðið var þannig skipað: Björgvin Sigurbergsson, Gunnar Þór Halldórsson, Jón Erling Ragnarsson, Halldór Ásgrímur Ingólfsson, Guðlaugur Georgsson, Ásgeir Jón Guðbjartsson, Magnús Pálsson, Ívar Örn Arnarsson, Björgvin var liðstjóri.

Klúbbmeistarar Keilis 2019 eru Anna Sólveig Snorradóttir og Daníel Ísak Steinarsson
Anna Sólveig lék á 296 höggum, 76-70-74-76 eða + 12 yfir pari og Daníel Ísak lék á 69-71-68-73 eða -3 undir pari.

Keiliskylfingar í landsliðum Íslands
Fjórir kylfingar frá Keili voru valdir til að taka þátt í ýmsum verkefnum á vegum GSÍ á árinu: Birgir Björn Magnússon, Arnór Rúnarsson, Gísli Sveinbergsson og Helga Kristín Einarsdóttir.

Landslið Íslands í flokki 50 ára+
Þórdís Geirsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir sem léku í september á Evrópumóti í Búlgaríu og stóðu þær sig vel.

Kristín Sigurbergsdóttir lék með landlsiðinu á ESLGA og ESGA móti í Póllandi.

Kylfingar Keilir í USA
Í ár eru fjórir kylfingar sem eru í háskólanámi í USA. Þau eru: Helga Kristín Einarsdóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Birgir Björn Magnússon og Vikar Jónasson.

Atvinnumenn Keilis
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á sínu öðru ári sem atvinnumaður á LET ACCESS mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröðin hjá konunum í Evrópu. Guðrún Brá endaði í 41. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir að hafa náð sínum besta árangri í móti 7. sæti á Lavaux mótinu í Frakklandi.

Guðrún Brá lék alls á 16 mótum á árinu auk þess að komast tvisvar sinnum inn á mót á Evrópumótaröð kvenna (ladieseuropeantour)

Það verður gaman að fylgjast með Guðrúnu Brá þegar hún keppir á úrtökumóti fyrir Evrópsku mótaröðina á La Manga í janúar n.k.

Guðrún Brá varð Íslandsmeistari kvenna í annað skipti í Grafarholtinu í ár.

Rúnar Arnórsson er nýjasti atvinnukylfingur Keilis í golfi frá því í haust. Í nóvember komst hann inn á 2. stigið á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og verður með fulla aðild að NORDIC GOLF LEAGUE mótaröðinni sem hefst í febrúar á næsta ári. Hann hefur verið landsliðsmaður í golfi í mörg ár og tók þátt í nokkrum verkefnum í Evrópu með landsliði Íslands á ár og stóð sig vel.

Rúnar hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni árin 2018 og 2019.

Axel Bóasson lék á NORDIC GOLF LEAGUE sem er þriðja sterkasta mótatöðin í Evrópu. Hann lék á 20 mótum á keppnistímabilinu og endaði samanlagt í 20. sæti. Fimm efstu sætin gefa sæti inn á CHALLENGE túrinn.

Golfklúbburinn Keilir tilnefnir Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Rúnar Arnórsson sem kylfinga ársins 2019.

Að lokum

Að lokum er best að þakka öllum þeim sem að komu að golfstarfinu okkar á árinu 2019, öllu starfsfólki og leiðbeinendum, öllum kylfingum, börnum og ungmennum og fullorðnum, velunnurum og styrktaraðilum.

Við viljum alltaf gera gott starf betra og halda því við sem golfklúbburinn Keilir er þekktur fyrir, frábæran árangur, besta golfvöll á Íslandi og góða aðstöðu til golfiðkunar.