Kvennastarf

Byrjuðum árið með púttmótaröðinni í janúar og voru 8 mót og giltu fjögur bestu skorin, Þórdís Geirs var í fyrsta sæti og svo systurnar Valgerður og Guðrún Bjarnadætur í 2. og 3. sæti.

Vorfagnaður var hjá okkur 15. mars í golfskála Keilis. Verðlaunaafhending fyrir púttmótaröðina, tískusýning frá Golf Company, matur hjá Brynju, góð kvöldstund til að hrista konur saman fyrir sumarið.

Sumarmótaröðin byrjaði 8. maí og voru haldin átta mót og þrír forgjafarflokkar voru í boði og allar spiluðu á Hvaleyrarvelli í fyrsta skipti var Sveinskitsvöllur ekki notaður fyrir forgjafahæstu konurnar. Vorum við með nándarmælingu fimm sinnum og lengsta teighögg í síðasta mótinu.

Vorferð Keiliskvenna var dagsferð í Borgarnes 18. maí, farið með rútu frá Keili og brunað í Borgarnes og spiluðum í fínu veðri með smá roki. Eftir golfið var súpa og brauð og skemmtileg samvera fram eftir degi, síðan brunað í bæinn í Eurovision party.

Keilir / Oddur Kvennamótið var haldið 18. og 19. júlí og í fyrsta sinn náðu Oddskonur í bikarinn. Við segjum að sveitakeppnin hafi tekið okkur bestu keppniskonur Þetta árið en Keiliskonur áttu samt fyrri daginn með frábæru skori hjá nokkrum en því miður náðum við ekki að halda því. Ætlum að ná honum til baka næsta ár!

Kvennamót Keilis þetta glæsilega mót var haldið 17. ágúst og styrktu fyrirtæki í Hafnarfirði okkur aftur með glæsilegum vinningum. Annað árið í röð tóku fyrirtækin vel á móti okkur og svo fengum við flotta grein í Fjarðarpóstinum þar sé við gátum þakkað fyrir okkur.

Haustferðin var farin á Flúðir þetta árið. Veðrið var eins slæmt og hugsast gat með roki og rigningu eða eins og við segjum skítaveður og völlurinn bara pollar og drulla. Spilaðar voru samt níu holur og keppt í RYDER sem endaði með jafntefli eftir mikla spennu og svo árlega Keilistíkin er punktakeppni og 2019 er það Sigrún Einarsdóttir sem vann. Stuðið var svo geggjað um kvöldið var sungið og dansað fram á nótt og Kristjana Ara sá um tónlistina af mikilli snilld.

Lokahófið / haustfagnaður var haldinn 20. september. Til stóð að hafa níu holu tveggja kylfu mót en veðrið setti strik í reikninginn svo við áttum góða stund í skálanum. Brynja grillaði hamborgara ofan í okkur og svo var verðlaunaafhending fyrir sumarmótaröðina

Forgjöf 0-18 vann Kristín Sigurbergsdóttir
Forgjöf 18,1-36 vann Rósa Ólafsdóttir
Forgjöf 36,1-54 vann Hrönn Smáradóttir.

Frábært ár að baki og margt spennandi í loftinu fyrir 2020.

Ég þakka samstarfið í kvennanefndinni síðustu fjögur ár og býð Matthildi Helgadóttur velkomna til starfa sem nýr formaður kvennanefndar Keilis.

Kveðja,
Agla Heiðarsdóttir