Fólkið á Hvaleyri

Á aðalfundi Keilis sem haldinn var í Golfskála Keilis þriðjudaginn 11. desember 2018 var stjórn þannig kosin:

Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, formaður til eins árs. Kosið var til stjórnar um 3 sæti til tveggja ára og voru Sveinn Sigurbergsson, Ellý Erlingsdóttir og Guðmundur Örn Óskarsson. Fyrir í stjórn, Bjarni Þór Gunnlaugsson, Már Sveinbjörnsson og Daði Janusson. 

Inga Magnúsdóttir, fyrsti kvenformaður Keilis, ásamt núverandi formanni Keilis, Guðbjörgu Ernu Guðmundsdóttur.

Stjórn Keilis var því þannig skipuð á starfsárinu:

  • Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður
  • Sveinn Sigurbergsson varaformaður
  • Daði Janusson ritari
  • Guðmundur Óskarsson gjaldkeri
  • Bjarni Þór Gunnlaugsson meðstjórnandi
  • Már Sveinbjörnsson meðstjórnandi
  • Ellý Erlingsdóttir meðstjórnandi

Endurskoðendur ársreiknings:
Aðalmaður, Gunnar Hjaltalín og til vara Sigurður T Sigurðsson.

Á starfsárinu voru haldnir 11 formlegir stjórnarfundir, auk fjölmargra nefndafunda og annarra vinnufunda.

Í upphafi starfsársins 2019 voru 1.299 félagar í Golfklúbbnum Keili, en í lok árs eru þeir 1.344. Þar af eru 279 félagar skráðir á Sveinskotsvöll.

Í ár fjölgaði félögum um 45. 40 manns hafa sótt um fyrir 2020.

Heilsárstarfsmenn

Framkvæmdastjóri: Ólafur Þór Ágústsson.
Yfirvallarstjóri: Guðbjartur Ísak Ásgeirsson.
Vallarstjóri: Haukur Jónsson.
Aðstoðarvallarstjóri: Rúnar Gunnarsson
Skrifstofa: Davíð Kristján Hreiðarsson
Íþróttastjóri: Karl Ómar Karlsson
Afreksþjálfari: Björgvin Sigurbergsson
Verkstæði: Chris Eldrick

Aðrir Vallarstarfsmenn
Alex Rafn Guðlaugsson, Davíð Stefán Reynisson, Fannar Þór Ragnarsson, Fjölnir Freyr Eiríksson, Helgi Valur Ingólfsson, Ingibergur Alex Elvarsson, Jóhann Ingi Guðmundsson, Kristján Örn Þorvarðarson, Leví Baltasar Jóhannesson, Mike Bjarnason, Ólafur Andri Davíðsson, Sindri Jónsson, Vignir Freyr Vignisson, Þórður Alex Markússon, Þór Breki Davíðsson og Örn Rúnar Magnússon

Breytingar á starfsmannahaldi

Þó nokkrar breytingar áttu sér stað í starfsmannamálum klúbbsins þetta árið en ljóst var að ráða þurfti í stöðu Arnalds Freys sem lét af störfum síðastliðið haust. Einnig töldum við þörf á auka heilsárs starfsmanni og lítilsháttar breytingum á skipulagi. Tveir nýjir starfsmenn gengu því til liðs við okkur. Haukur Jónsson hóf störf sem vallarstjóri í nóvember á síðasta ári og Rúnar Geir Gunnarsson sem aðstoðarvallastjóri í marsbyrjun.

Haukur er ekki ókunnugur klúbbnum en hann vann hjá Keili sem starfsmaður og aðstoðarvallastjóri um árabil. Haukur og Rúnar höfðu svo stýrt saman Nesvelli síðustu ár og á milli þeirra áratuga reynsla af stjórnun og umhirðu grasvalla. Það er því óhætt að segja að viðbót þeirra í starfsmannahóp klúbbsins sé mikið gæfuspor.

Fjölnir Freyr Eiríksson var með okkur í vetur en hefur hann unnið hjá klúbbnum sem sumarstarfsmaður um árabil. Auk Fjölnis voru það þeir Christopher Elrick, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Haukur Jónsson sem sáu um vetrarverkin.

Sumarstarfsmenn

Fyrirséð var að margir af reynslumestu sumarstarfsmönnum okkar yrðu ekki með okkur í sumar þar sem þeir höfðu lokið námi og komnir með fasta vinnu. Vel gekk þó að ráða í sumarstöður og komust færri að en vildu. Í stað þeirra reynslumiklu fengum við efnilega unga stráka sem stóðu sig með prýði og vonumst við til að halda í þá næstu sumur. Sumarstarfsmenn með tímabundna ráðningu voru 13 talsins, eða 3 færri en sumarið á undan.

Í vorverkunum fengum við hjálp Jóhanns Inga og Sindra Jónssonar fyrrum starfsmanna í nokkra daga, og við haustverkin í september var Mike Bjarnason með okkur. Vorin og haustin hafa síðustu ár verið erfið starfsmannalega séð og þeirra innkoma þetta árið mikils metin.

Þeir Fjölnir Freyr Eiríksson og Kristján Örn Þorvarðarson héldu áfram með okkur inn í veturinn og voru þeir starfandi til 15. nóvember.

Vinnuskóli Hafnarfjarðar

Ólíkt undanförnum árum fengum við enga starfsmenn frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar en voru allir vinnuskólastarfsmenn nýttir í barna og unglingastarf klúbbsins. Mikill missir var af þeim og vonumst við til að fá þá aftur næsta ár. Þeir starfsmenn sem koma frá vinnuskólanum hafa oftar en ekki haldið áfram hjá okkur eftir vinnuskóla aldurinn og margir af okkar reynslumestu starfsmönnum unnið sig upp þá leiðina.

Önnur starfsmannamál

Eftirlitsmenn og ræsar

Hallgrímur Hallgrímsson, Guðbjartur Þormóðsson, Svavar Þórhallsson, Guðjón Steingrímsson og Ágúst Húbertsson.

Starfsfólk í golfvöruverslun
Arnbjörg Guðný Atladóttir, Eva Maren Jóhannsdóttir, Indíana Rut Tynes Jónsdóttir og Melkorka Sif Smáradóttir.

Starfsfólk í Hraunkoti
Vikar Jónasson, Hekla Sóley Arnarsdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Indíana Rut Tynes Jónsdóttir, Arnbjörg Guðný Atladóttir, Eva Maren Jóhannsdóttir, Yrsa Katrín Karlsdóttir, Stefán Atli Hjörleifsson og Melkorka Sif Smáradóttir.

Þjónustusamningar

Brynja Þórhallsdóttir: Eldhús, veitingar og sumarræstingar.
Vetraræstingar, Anna María Agnarsdóttir og Hallgerður Thorlacius

Nefndir (sbr skilgreind svið)

Íþróttanefnd (Forgjafarnefnd, Nýliðanefnd)
Sveinn Sigurbergsson, Karl Ómar Karlsson, Björgvin Sigurbergsson, Ólafur Þór Ágústsson, Rúnar Már Bragson, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Ægir Sigurgeirsson.

Rekstrarnefnd (Kappleikjanefnd)
Guðmundur Óskarsson, Már Sveinbjörnsson, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Ólafur Þór Ágústsson.

Mannvirkjanefnd (Vallarnefnd)
Sveinn Sigurbergsson, Ólafur Þór Ágústsson, Guðmundur Óskarsson, Bjarni Þór Gunnlaugsson, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Haukur Jónsson.

Markaðsnefnd (Skemmtinefnd)
Daði Janusson, Bjarni Þór Gunnlaugsson og Ólafur Þór Ágústsson

Öldunganefnd
Björgvin Sigurbergsson og Anna Snædís Sigmarsdóttir

Öldunganefnd 67+
Hjörvar O Jensson, Lucinda Grímsdóttir, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Björk Ingvarsdóttir, Ágúst Húbertsson og Hallgrímur Hallgrímsson

Aganefnd
Hálfdan Þór Karlsson.

Orðunefnd
Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Guðlaugur Gíslason og Ágúst Húbertsson.

Kvennanefnd
Agla Hreiðarsdóttir formaður, Matthildur Helgadóttir gjaldkeri, Sveinbjörg Bergsdóttir, Elín Soffía Harðardóttir og Eva Harpa Loftsdóttir

Laganefnd
Karl Ó Karlsson og Jóhann Níelsson.

Foreldraráð
Ægir Örn Sigurgeirsson, Rut Sigurðsdóttir, Heiður Björt Friðbjörnsdóttir, Friðleifur Friðleifsson, Veigur Sveinsson, Ásgeir Örvar Stefánsson og Hjörleifur Hjörleifsson