Skemmtanir

Jónsmessan var haldin 22. júní í bliðaskaparveðri. Alls léku um 80 manns með og var gerður góður rómur af. Grillveisla að hætti Brynju eftir leik og allir sáttir með daginn

Afreksmannahóf Keilis er fastur liður á hverju ári, hófið var haldið að venju í janúar. Afreksfólki Keilis ásamt mökum var boðið til hófsins.

Á miðvikudagskvöldum eru bridgekvöld en spilakvöldin hafa verið haldin allt frá því að við fluttum í þennan golfskála. Í ár byrjar bridgeið vel og er góð mæting í golfskálann á miðvikudögum og bíða bridgerarnir eftir því að fleiri láti sjá sig. Það eru fáir atburðir eins fastir í sessi í félagslífinu ef golfið er undanskilið. Frá upphafi hefur Guðbrandur Sigurbergsson haft umsjón með þessum kvöldum. Minnum við á að allir eru velkomnir á þessi kvöld.

Áhugasamir félagar um knattspyrnu hittast líka á laugardagsmorgnum og tippa.

Öllum félagsmönnum er velkomið að mæta og taka þátt í getraunastarfsemi Keilis og mynda nýja hópa. Þess má geta þess að Balli er alltaf með heitt á könnunni.

Þorrablótið á sér fastan sess í skemmtanalífi okkar Keilismanna, alltaf hefur tekist að fylla á þetta kvöld. Að vanda var blótið haldið á bóndadaginn og verður svo áfram á næsta ári.

Því miður var ekki hægt að halda Bændaglímuna að þessu sinni vegna slæms veðurs. Er þetta í annað árið í röð sem þetta gerist. Það er því alveg kominn tími á að skoða þetta mót og sjá hvort við náum ekki að blása lífi í viðburðinn.

Nú í ár erum við einnig að prófa okkur áfram með Jólahlaðborð í golfskálanum okkar. Viðbrögðin hafa verið mjög góð jafnt hjá félagsmönnum og smáum fyrirtækjum hér í kringum okkar. Klárlega viðburður sem getur vaxið á næstu árum. Í ár erum við búinn að selja yfir 300 miða á þennan viðburð.