Leiknir hringir 2019
Samkvæmt rástímaskráningu voru leiknir 31.645 hringir á síðasta sumri á Hvaleyrarvelli sem er með því mesta sem hefur talist á golfvellinum okkar. Á árinu 2018 voru leiknir 24.462. Það er mikil fjölgun í leiknum hringjum á þessu ári eða um 20%, veðrið í sumar spilar þar stór rullu einsog kemur víða fram í þessari samntekt okkar í ár. Við skulum bara vona að næsta sumar verði eins gott. Á aðalvelli voru leiknir hringir af félagsmönnum um 73% af notkuninni og er það mikið hærra hlutfall enn síðustu ár. Að meðaltali fóru um 155 kylfingar í gegnum völlinn á degi hverjum á meðan opið var. Á Sveinskotsvelli var notkunin 52% af félagsmönnum og þann völl léku 30 kylfingar að meðaltal á dag en voru 22 í fyrra.